GM þarf 12 milljarða dala lán

Höfuðstöðvar GM í Detroit.
Höfuðstöðvar GM í Detroit. AP

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors segir að Bandaríkjastjórn verði að lána fyrirtækinu fjóra milljarða dala í þessum mánuði og alls 12 milljarða dala fyrir mars nk. eigi fyrirtækið að lifa. Fyrirtækið hyggst segja upp starfsfólki, draga úr framleiðslunni og fækka verksmiðjum fyrir árið 2012.

General Motors hefur alls farið fram á það við bandarísk stjórnvöld að þau láni fyrirtækinu 18 milljarða dala, en fyrirtækið segist þurfa sex milljarða dala lán til viðbótar fari ástandið á mörkuðum versnandi.

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa heitið því að endurgreiða lánið fyrir 2012.

Fyrirtækið hyggst einblína á fjórar bifreiðategundir, eða Chevrolet, GMC, Buick og Cadillac. Það hyggst fækka á bilinu 20 - 30.000 starfsmönnum fyrir 2012, auk þess sem það hyggst loka níu verksmiðjum og 1.750 bifreiðaumboðum.

Rick Wagoner, forstjóri GM, hefur boðist til að þiggja einn dollara í árslaun fái fyrirtækið lánið. Þá hafa aðrir stjórnendur í fyrirtækinu boðist til að lækka laun sín verulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka