Verstu bankamennirnir valdir

Versti bankamaður heims? Fred Goodwin, fyrrum forstjóri Royal Bank of …
Versti bankamaður heims? Fred Goodwin, fyrrum forstjóri Royal Bank of Scotland ásamt Sir Tom McKillop, sem var stjórnarformaður bankans. DAVID MOIR

Daniel Gross, dálkahöfundur bandaríska fréttatímaritsins Newsweek útnefnir í grein á vef blaðsins í dag verstu bankamenn heims. Hann segir raunar að enginn skortur sé á tilnefningum og þar á meðal hafi íslenskir bankamenn nánast keyrt allt landið í þrot. Þeir komi hins vegar ekki til greina þar sem öll íslenska þjóðin telji aðeins 300 þúsund manns.

Gross segir, að nánast hver einasti bankamaður í heimi hafi sogast inn í lánsfjár- og fasteignabóluna á undanförnum árum. Og margir séu um hituna þegar komi að því að velja þann sem hafi valdið hluthöfum banka og almenningi mestu tjóni.

Gross nefnir Richard Fuld, forstjóra bandaríska  fjárfestingarbankans Lehman Bros. og  James Cayne, forstjóra fjárfestingarbankans Bear Stearns, en báðir þessir bankar fóru í þrot. Hins vegar hafi Bear og Lehman ekki verið venjulegir bankar heldur vogunarsjóðir sem tengdust fjárfestingarbankastarfsemi. Þá hafi almenningur ekki þurft að blæða vegna gjaldþrots þessara fyrirtækja.

Þá hafi AIG, Fannie Mae og Freddie Mac kostað almenning mikið fé en þetta séu ekki heldur bankar.

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, sagðist í blaðaviðtali í gær tilnefna hópinn sem rak bandaríska bankann Citigrop í þrot. Sá banki var hins vegar svo stór að þrjá forstjóra þurfti til að  stýra honum út á bjargbrúnina: Sandy Weill, Chuck Prince og Vikram Pandit.

Gross tilnefnir síðan Fred Goodwin, sem var forstjóri breska bankans Royal Bank of Scotland fram í október. Goodwin tók þar við stjórnartaumunum árið 2000 og gerði bankann að alþjóðlegri fjármálastofnun við mikinn fögnuð í Bretlandi; hann var m.a. sleginn til riddara árið 2004. 

Nú sé bankinn hins vegar hvorki konunglegur né skoskur né almennilegur banki, segir Gross, og hann fer síðan yfir afrekaskrá Goodwins. Segir Gross, að Goodwin hafi uppfyllt allar þær kröfur, sem hægt sé að gera til hrokafullra forstjóra.

Grein Newsweek

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK