Hlutabréf í kauphöllinni í New York hækkuðu mikið í dag. Rekja má hækkunina til jákvæðra afkomutalna frá General Electric auk þess sem menn eru bjartsýnir á að Bandaríkjastjórn komi General Motors til bjargar. Dow Jones vísitalan hækkaði um 279,32 stig (3,43%) og er nú 8.428,41 stig. Er það viðsnúningur frá því sem var í gær þegar hlutabréf lækkuðu mikið.
Nasdaq hækkaði um 51,73 stig (3,7%) og er nú 1.449,80 stig. S&P 500 hækkaði um 33,36 stig (4,09%) og stendur í 849,57 stigum.
Gengi deCode hækkaði um 4,59% í dag og er lokaverð félagsins 23,01 sent á hlut.