Krónan hefur styrkst um 4% frá því að opnað var fyrir gjaldeyrisviðskipti milli viðskiptabankanna þriggja í morgun. Evran kostar núna 180,20 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi hafa verið töluverð viðskipti í morgun. Miðað við þau viðskipti sem eru leyfð, þ.e undirliggjandi gjaldeyrisviðskipti út af vöruviðskiptum og það að viðskiptaafgangur var 11 milljarðar í október, þá má búast við frekari styrkingu.