Verð á olíu lækkaði í viðskiptum í Asíu í nótt eftir að fleiri slæmar efnahagsfréttir bárust frá Bandaríkjunum. Er nú talið, að verðið kunni að fara niður fyrir 40 dali fyrir lok ársins en olíuverð fór hæst í rúma 147 dali tunnan í júlí.
Verð á olíutunnu, sem afhent verður í janúar, lækkaði um 88 sent í rafrænum viðskiptum á markaði í New York og var verðið 45,91 dalur. Hefur verð ekki verið lægra frá því í febrúar 2005.