128 milljarðar í atvinnulífið

Höfuðstöðvar Riksbank í Stokkhólmi.
Höfuðstöðvar Riksbank í Stokkhólmi. Reuters

Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að hún hygðist setja 8,3 milljarða sænskra króna, jafnvirði 128 milljarða íslenskra króna, til þess að örva atvinnuuppbyggingu og innviði sænsks atvinnulífs í fjármálakreppunni.  

Í tilkynningu segir að fjármagnið verið nýtt í að hvetja til endurskipulagningar og atvinnuuppbyggingar. Ákvörðun ríkisins er tekin daginn eftir að seðlabanki Svíþjóðar, Riksbank, lækkaði stýrivexti um 1,75%, niður í 2% sem er metlækkun hjá bankanum.  Það er mesta lækkun stýrivaxta síðan bankinn tók upp nýtt skipulag árið 1994. Fyrri stýrivaxtalækkanir hafa aldrei farið fram úr 0,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK