„Ekkert má út af bera“

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

„Gert er ráð fyr­ir að inn­an fimm ára geti rík­is­sjóður skilað af­gangi að nýju,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son,  formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, í umræðum um þings­álykt­un­ar­till­lögu vegna lána­fyr­ir­greiðslu hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (IMF) á Alþingi áðan. Vísaði Bjarni þar í spá IMF fyr­ir ís­lensk­an efna­hag.

„Aug­ljós­lega mun spá­in sæta stöðugri end­ur­nýj­un. Nú stend­ur vinna við gerð fjár­laga og á næstu vik­um verður áfram unnið að gerð lang­tíma­áætl­un­ar í rík­is­fjár­mál­um,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafn­framt að áætl­un sjóðsins væri til þess fall­in að stuðla að efna­hags­leg­um stöðug­leika og til­kynnti að meiri­hluti ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar legði til að þings­álykt­un um lána­fyr­ir­greiðslu hjá sjóðnum yrði samþykkt óbreytt.

470 millj­arða halli rík­is­sjóðs
Áður hef­ur komið fram að halli rík­is­sjóðs til árs­loka 2011 verður nærri 470 millj­örðum miðað við spá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Þar af er gert ráð fyr­ir því að halli rík­is­sjóðs á næsta ári nemi um 200 millj­örðum króna. Fram hef­ur komið að fjár­magna eigi halla­rekst­ur­inn með út­gáfu skulda­bréfa inn­an­lands.

Stein­grím­ur J. Sig­urðsson, formaður Vinstri grænna, ef­ast um lána­fyr­ir­greiðslu sjóðsins og hvort þjóðarbúið ráði við skuld­bind­ing­arn­ar. „Hverj­ar eru lík­urn­ar á því að þjóðarbúið ráði við þetta? Þær eru ekk­ert alltof góðar. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn seg­ir það sjálf­ur, í sín­um skýrsl­um, að það megi í raun og veru ekk­ert út af bera, þá muni Ísland lenda í vand­ræðum með að standa við af­borg­an­irn­ar á lán­inu til sjóðsins,“ sagði Stein­grím­ur. Hann vísaði til skýrsl­unn­ar: „Ef ís­lenska ríkið lend­ir í því að taka nokkr­ar viðbót­ar­skuld­bind­ing­ar á sig, t.d vegna þess að tjónið af falli bank­anna verður meira, þá gæti Ísland lent í erfiðleik­um við að end­ur­greiða lán­in til sjóðsins. Það má semsagt ekk­ert út af bera til þess að þjóðarbúið yfir höfuð ráði við greiðslu­byrðina,“ sagði Stein­grím­ur.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Bene­dikts­son
Steingrímur J. Sigfússon
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK