Ekki ákvörðun um Kaupþing í Lúxemborg í dag

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Ekki verður tilkynnt í dag, hvort samningar hafi tekist um sölu á Kaupþingi í Lúxemborg. Forsætisráðherra Belgíu sagði í síðustu viku, að niðurstaða myndi liggja fyrir í dag en talsmaður hans sagði í morgun að tafir yrðu á því vegna tæknilegra ástæðna.

Talsmaður Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, sagði að ýmis tæknileg og lagaleg vandkvæði hefðu komið upp. Hins vegar hefði ekkert dregið úr áhuga þess aðila, sem rætt væri við um kaupin.

Talsmaðurinn sagði að vandamálin væru ekki óyfirstíganleg og ákvörðun yrði tekin í næstu viku.

Leterme sagði við blaðamenn sl. föstudag að ákveðinn aðili ætti í alvarlegum viðræðum um kaup á Kaupþingi í Lúxemborg og 3-4 aðilar aðrir hefðu hug á að kaupa starfsemi bankans í Belgíu.

Að sögn blaða í Lúxemborg og Belgíu eru Keytrade Bank, dótturfélag franska bankans Credit Agricole, þýski bankinn Landesbank Nord og fjárfestingarsjóður Líbýu meðal þeirra sem hafa sýnt bankanum áhuga. 

Yfirvöld í Lúxemborg hafa umsjón með Kaupþingi í Lúxemborg og réðu endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers til að selja bankann. Bankinn fór í greiðslustöðvun eftir fall bankanna hér en hann er fyrsti erlendi bankinn í eigu Íslendinga, stofnaður 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK