Göran Persson á Íslandi

Göran Persson.
Göran Persson. AP

Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, mun halda opinberan fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 10. desember kl. 12.00. Persson kemur hingað til lands á vegum Samtaka fjárfesta.

Fyrirlesturinn nefnir hann: „Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins– byrðunum dreift og nýjar vonir vaktar." 

Svíar gengu í gegnum miklar efnahagsþrengingar á árunum uppúr 1990. Þær þrengingar sneru m.a. að bönkunum og sænsku fjármálakerfi sem gekk í gegnum verulega uppstokkun í kjölfar erfiðleikanna. Göran Persson gegndi á þessum tíma starfi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar og kom í hans hlut að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem að þjóðinni steðjuðu.

Vhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, sagði við mbl.is að að Persson kæmi hingað til lands til þess að miðla Íslendingum af reynslu Svía af fjármálakreppum. „Við höfðum samband við hann að fyrra bragði og buðum honum, hann tók vel í það,“ segir Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka