Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Verð á olíutunnu á markaði í New York var 43,96 dalir tunnan í morgun en í gær lækkað verðið um rúmlega 6%. Verð á Brent Norðursjávarolíu var 42,30 dalir í morgun.
Sérfræðingar segja, að verðið nálgist 40 dala markið jafnt og þétt.
„Verðið fór fyrst í 40 dali árið 2004 og hækkaði síðan hratt. Við vitum ekki enn hvað það mun fara langt niður," hefur BBC eftir Tetsu Emori, sjóðstjóra hjá Astmax.