Olíuverð ekki lægra í fjögur ár

Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum í New York.
Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum í New York. Reuters

Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Verð á olíutunnu á markaði í New York var 43,96 dalir tunnan í morgun en í gær lækkað verðið um rúmlega 6%. Verð á Brent Norðursjávarolíu var 42,30 dalir í morgun. 

Sérfræðingar segja, að verðið nálgist 40 dala markið jafnt og þétt.

„Verðið fór fyrst í 40 dali árið 2004 og hækkaði síðan hratt. Við vitum ekki enn hvað það mun fara langt niður," hefur BBC eftir Tetsu Emori, sjóðstjóra hjá Astmax.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK