Vill ekki sjá Icesave-ábyrgð

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega í nefndaráliti vegna ábyrgðar ríkissjóðs á innistæðutryggingum á EES-svæðinu.

Steingrímur lagði álit sitt fram, sem annar minnihluti utanríkismálanefndar, um þingsályktunartillögu um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innistæðutryggingum vegna útibúa íslensku bankanna á EES-svæðinu. Vísar Steingrímur í fyrri yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni að ekki kæmi til greina að láta kúga Íslendinga til uppgjafar í Icesave-deilunni. Rætt hefði verið um lagalegan ágreining sem Ísland ætti skýlausan rétt á að láta á reyna eftir lögformlegum leiðum fyrir gerðardómi eða dómstóli.

„Þegar ákveðið var að sækja um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum varaði undirritaður strax sterklega við að í þeirri ákvörðun og því ferli sem Ísland lenti þar inn í gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fælist jafnframt baneitruð tenging yfir í hina óleystu deilu um Icesave-reikningana. Þessu var í fyrstu neitað og sagt að ekki kæmi til greina að láta kúga okkur til uppgjafar í því deilumáli til þess eins að geta leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt var þetta síðan gefið eftir af ríkisstjórninni. Það sem menn hafa í þessu sambandi kallað „lausn“ er í raun ekkert annað en uppgjöf, ósigur, tap,“ segir Steingrímur í áliti sínu sem lagt var fram fyrr í dag.

Lifum í óvissunni
Steingrímur segir jafnframt að að aldrei fáist úr því skorið hvort Ísland var eingöngu ábyrgt fyrir þeim fjármunum sem til staðar áttu að vera í innlánstryggingasjóðnum eða hvort íslenska ríkið sé bakábyrgt fyrir fjárhæðum sem geta numið allt að 630 milljörðum króna miðað við gengi evru og punds.

Steingrímur segir að undirritun samkomulags um ábyrgð vegna innlánsreikninganna hafi verið mistök. „Það er mat undirritaðs að með því að undirrita samkomulagið eða hin umsömdu viðmið 18. nóvember sl. hafi Ísland tapað að verulegu leyti vígstöðu sinni eða samningsstöðu í þessu máli og sé nú í afar erfiðri stöðu nema að málið verði fært aftur á byrjunarreit, sem mundi að sjálfsögðu gerast ef Alþingi hafnaði því að veita stjórnvöldum galopið umboð til samninga á þessum grundvelli,“ segir Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka