Fons átti FS37 sem varð Stím

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. mbl.is/Þorkell

FS37 ehf., sem síðar var end­ur­nefnt Stím, var í eigu Fons. Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi ann­ars fé­lags, FS38 ehf.. Eini hlut­haf­inn í FS38 ehf. er Fons, eign­ar­halds­fé­lag í eigu Pálma Har­alds­son­ar og Jó­hann­es­ar Krist­ins­son­ar, og fé­lagið er skráð til heim­il­is í höfuðstöðvum Fons að Suður­götu 22 í Reykja­vík. Fons átti því bæði fé­lög­in.

FS37 ehf. keypti bréf í Glitni og FL Group fyr­ir sam­tals 24,8 millj­arða króna þann 14. nóv­em­ber 2007. Fé­lagið breytti nafni sínu í Stím ehf. tveim­ur dög­um síðar. Glitn­ir var sjálf­ur selj­andi bréf­anna en lánaði Stím 19,6 millj­arða króna til kaup­anna. Stærsti eig­andi Glitn­is var FL Group sem í dag heit­ir Stoðir. Fons var á meðal stærstu eig­enda FL Group sem átti um þriðjungs­hlut í Glitni.

FS38 lánaði FS37 fyr­ir hluta af kaup­um

Stím ehf. hef­ur verið mikið í umræðunni á und­an­förn­um dög­um vegna ógagn­særra viðskipta­hátta. Eini stjórn­ar­meðlim­ur fé­lags­ins var skráður Jakob Val­geir Flosa­son, út­gerðarmaður frá Bol­ung­ar­vík, og fé­lagið var skráð til heim­il­is hjá Saga Capital á Ak­ur­eyri. Jakob vildi í fyrstu ekk­ert láta uppi um eign­ar­hald á fé­lag­inu en eft­ir mikla um­fjöll­un fjöl­miðla sendi hann frá sér yf­ir­lýs­ingu. Í henni sagði Jakob að hann og fleiri fjár­fest­ar hefðu keypt í Stími eft­ir að starfs­menn Glitn­is hefðu kynnt þetta viðskipta­tæki­færi fyr­ir þeim.

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK