Eyrir skilar 942 milljóna hagnaði

Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris Invest. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eyrir Invest, stærsti hluthafinn í Marel, skilaði 942 milljóna króna hagnaði fyrstu 10 mánuði þessa árs.  Eigið fé félagsins er rúmlega 30 milljarðar króna og er eiginfjárhlutfallið 40,3%. Laust fé og aðrar bankainnistæður nema 8,624 milljónum, að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að Eyrir hafi ekki orðið fyrir neinu beinu tóni af falli íslensku bankanna og að félagið muni gera bókhald sitt upp í evrum frá og með 1. janúar n.k

Eyrir Invest hefur verið fjárfestir í Marel Food Systems og Össuri frá árinu 2004 og er stærsti hluthafi Marels með tæplega 40% útgefins hlutafjár og næst stærsti hluthafi Össurar með 20% útgefins hlutafjár.  Á þriðja ársfjórðungi þessa árs skiluðu Marel Food Systems og Össur metafkomu. Atvinnugreinar þessara fyrirtækja; heilbrigðis- og matvælaiðnaður hafa í gegnum tíðina sýnt minni næmni fyrir efnahagssveiflum en flestar aðrar atvinnugreinar.

Landsbankinn verður hluthafi í Eyri
Eyrir, Landsbankinn og breska fjárfestingafélagið Candover luku yfirtöku á iðnaðarsamsteypunni Stork í janúar á þessu ári í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfélag, London Acquisition. Heildarvirði kaupanna var 1,7 milljarður evra.

Samningar hafa tekist á milli NBI (Nýja Landsbankans) og Eyris um að Eyrir taki yfir eignarhlut NBI í London Acquisition. Eignarhlutur Eyris í Stork eftir þau viðskipti er ríflega 17%. Eyrir greiðir fyrir eignarhlutinn í Stork með nýju hlutafé í félaginu og eignast NBI 27,4% af útgefnu hlutafé í Eyri við þau viðskipti.

Marel, Össur og Stork skiluðu methagnaði það sem af er þessu ári eftir mikinn vöxt undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK