Fullyrt var í fréttum Ríkisútvarpsins að söluverð Kaupþings í Lúxemborg sé ein evra en kaupendur þurfi að leggja 20 milljarða króna hlutafé inn í bankann. Friðjón Einarsson, talsmaður Kaupþings í Lúxemborg, sagðist búast við að gengið verði frá sölu á bankanum í vikunni.
Fram kom að yfirvöld í Lúxemborg muni lána nýjum kaupendum 5-600 milljónir evra. Viðskiptavinir bankans eru 23 þúsund og þeir eiga samtals um 800 milljónir evra hjá bankanum. Gangi kaupin eftir fá viðskiptavinir sínar innistæður sínar greiddar út.