Kaupþing í Lúxemborg selt á 1 evru

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Fullyrt var í fréttum Ríkisútvarpsins að söluverð Kaupþings í Lúxemborg sé ein evra en kaupendur þurfi að leggja 20 milljarða króna hlutafé inn í bankann. Friðjón Einarsson, talsmaður Kaupþings í Lúxemborg, sagðist búast  við að gengið verði frá sölu á bankanum í vikunni. 

Fram kom að yfirvöld í Lúxemborg muni lána nýjum kaupendum 5-600 milljónir evra. Viðskiptavinir bankans eru 23 þúsund og þeir eiga samtals um 800 milljónir evra hjá bankanum. Gangi kaupin eftir fá viðskiptavinir sínar innistæður sínar greiddar út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka