Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,24% og endaði í 660,05 stigum. Hlutabréf í Alfesca hækkuðu mest, eða um 5,26% í viðskiptum sem námu 540.000 kr. Sem fyrr var mest velta með bréf Össurar og Marels, tveggja verðmætustu félaganna í Kauphöllinni.
Bréf í Marel hækkuðu um 4,66% í viðskiptum sem námu 134 milljónum króna. Bréf Össurar hækkuðu um 4,17% í rúmlega 160 milljóna króna viðskiptum. Bréf í Icelandair Group lækkuðu mest, eða um 2,82%. Heildarvelta með hlutabréf var rúmlega 321 milljón króna og heildarvelta með skuldabréf var 10,9 milljarðar króna.