Reiknar með frekari styrkingu krónunnar

Grein­ing Glitn­is reikn­ar með því, að gengi krón­unn­ar muni styrkj­ast enn á næst­unni. Í dag hef­ur geng­is­vísi­tal­an lækkað um 4,4% og er kom­in niður í rúm 195 stig. Alls hef­ur krón­an hækkað um rúm­lega 21% frá því hún var sett á flot á fimmtu­dag.

„Flot með an­keri er það kerfi kallað sem nú er við líði á gjald­eyr­is­markaði. Höft eru á stærst­um hluta fjár­magns­flutn­inga en gjald­eyrisviðskipti vegna vöru og þjón­ustu­viðskipta frjáls. Af­gang­ur af vöru og þjón­ustu­jöfnuði við út­lönd við það gengi sem nú er og var við upp­haf þessa kerf­is stuðlar að hækk­un krón­unn­ar. Gengi krón­unn­ar er enn nokkuð lágt m.v. það sem þarf til að tryggja jafn­vægi á þess­um viðskipt­um. Reikna má með því að krón­an leiti í átt að þessu jafn­vægi á næst­unni og að hún muni því styrkj­ast frek­ar," seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK