Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbanka

Retuers

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri stofnunin tilbúin að færa  Icesave-reikninga Lansbankans yfir í breska lögsögu.

Þetta kemur fram í svari ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks.

Siv spurði einnig í hvað Árni hefði verið að vísa með eftirfarandi tilsvari í símtali við Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta:

Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí? 

Árni: „Já, þeir fengu ekki það fé.“ 

Árni segist hafa talið, að fjármálaráðherra Breta væri að vísa til fyrirgreiðslu sem Landsbankinn hefði farið fram á í Seðlabanka Íslands en ekki fengið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK