Bakkavör í samningaviðræðum við banka

Ágúst og Lýður Guðmundssynir aðaleigendur Bakkavarar
Ágúst og Lýður Guðmundssynir aðaleigendur Bakkavarar Skapti Hallgrímsson

Bakkavör á í viðræðum við banka sína vegna frystingu innistæðu fyrirtækisins í Kaupþingi. Um 150 milljónir punda er að ræða, samkvæmt frétt Financial Times í dag. Getur þetta haft áhrif á að Bakkavör standi ekki að fullu við skuldbindingar sínar, tæknilega séð.

Segir í frétt FT að rekstur Bakkavarar sé traustur og félagið sé ekki í fjárhagserfiðleikum. Hins vegar sé skortur á gjaldeyri á Íslandi sem þýðir að Kaupþing geti ekki millifært innistæður Bakkavarar í pundum til Bretlands.

Bakkavör vinnur með Rothschild, sem hefur verið ráðgjafi fyrirtækisins um árabil, að því að semja við sautján banka sem Bakkavör er í viðskiptum við. Segir í frétt FT að skuldir Bakkavarar nemi um 400 milljónum punda og að Bakkavör búi ekki við lausafjárskort.

Frétt FT í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK