IMF birtir fjögurra mánaða gamla skýrslu um Ísland

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

„Ísland er á erfiðum tímamótum. Efnahagslífið er ríkt og sveigjanlegt og langtímahorfur þess eru góðar í ljósi þess að stofnanir eru styrkar og landið ræður yfir gjöfulum náttúruauðlindum. En langvinn heimatilbúin uppsveifla, fjármögnuð af erlendu fé, hefur leitt til mikils ójafnvægis í peningamálum,  skuldsetningar fyrirtækja og þess að landið er háð erlendu fjármagni."

Þannig hefst skýrsla, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti um Ísland á heimasíðu sinni í gær. Skýrslan er þó ekki ný heldur er um að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum og skýrslu, sem fjallar um fjármálastöðugleika en þessar skýrslur voru gerðar eftir heimsókn sérfræðinga sjóðsins hingað til lands dagana 16. júní til 4. júlí. Þær eru dagsettar í ágúst og september, áður en íslenska bankakerfið hrundi.

Stöðunni síðari hluta ágúst er lýst þannig: „Viðskiptahalli hefur farið yfir 15% af vergri landsframleiðslu árlega á undanförnum þremur árum, verðbólga hefur aukist, gengi krónunnar er ofmetið, innlend skuldasöfnun hefur stóraukist og fasteignaverð hefur náð nýjum hæðum. Fjármálakerfið þandist út í um 1000% af vergri landsframleiðslu  og vergar erlendar skuldir námu 550% af landsframleiðslu í lok ársins 2007, aðallega vegna bankakerfisins. Skuldir heimila og fyrirtækja jukust einnig. Uppsveiflan er nú á enda og þessir veikleikar verða enn meiri vegna óvissra ytri aðstæðna."

Þarna virðist fátt ofsagt í ljósi þess sem síðar gerðist.

Skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK