Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna

Next í Kringlunni.
Next í Kringlunni. mbl.is/Valdís Thor

Hjónin Sverrir Berg Steinarsson og Ragnhildur Anna Jónsdóttir eru aftur orðin eigendur að verslununum Next og Noa Noa í Kringlunni. Þau keyptu tæplega helminginn af Arev N1, en Arev N1 keypti verslanirnar út úr þrotabúinu Nordex ehf. sem var í eigu Árdegis, sem Sverrir og Ragnhildur áttu. Árdegi er í gjaldþrotaskiptum.

Lager verslananna keyptu félögin af Landsbanka, segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, fjárfestingastjóri Arev N1. Ekki á að opna Noa Noa-verslanirnar aftur. Hins vegar voru allir starfssamningar yfirteknir í viðskiptunum. Hrefna vildi ekki gefa upp kaupverðið.

Magnús Pálmi Skúlason er skiptastjóri Nordex og seldi verslanirnar í lok nóvember. Hann gaf heldur ekki upp kaupverðið. Ragnar H. Hall lögmaður sat í stjórn Árdegis og er einnig í stjórn Arev samkvæmt heimasíðum félaganna.

Einstaklingar firra sig ábyrgð

„Þessu er í sjálfu sér einfalt að framfylgja þegar einstaklingar eru hluthafar. Félög geta hins vegar einnig verið stofnendur og hluthafar í hlutafélögum og á síðasta áratug hefur það gerst æ algengara að einstaklingar stofni félög sem jafnvel eiga í öðrum félögum sem eru hluthafar í hlutafélögum í atvinnurekstri.“ Ýmis ráð séu þannig til þess að einstaklingar sem jafnvel eigi í raun mikið og stjórni miklu í félögum komi hvergi fram á pappírunum þegar til gjaldþrots kemur og geti í gegnum ný félög eignast reksturinn aftur með samningum við skiptastjóra þrotabúa.

„Það lyktar vissulega hins vegar af spillingu ef viðskiptalífið gengur að stórum hluta út á ábyrgðarleysi sem lýsir sér í því að menn njóta ríkulega þegar vel gengur en taka engan skell þegar harðnar á dalnum. Þetta er ekki að öllu leyti æskilegt efnahagsumhverfi og getur litið þannig út í augum almennings að allt lendi aftur í höndunum á þeim sömu og fóru með fyrirtækin á hausinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK