Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna

Next í Kringlunni.
Next í Kringlunni. mbl.is/Valdís Thor

Hjón­in Sverr­ir Berg Stein­ars­son og Ragn­hild­ur Anna Jóns­dótt­ir eru aft­ur orðin eig­end­ur að versl­un­un­um Next og Noa Noa í Kringl­unni. Þau keyptu tæp­lega helm­ing­inn af Arev N1, en Arev N1 keypti versl­an­irn­ar út úr þrota­bú­inu Nor­dex ehf. sem var í eigu Árdeg­is, sem Sverr­ir og Ragn­hild­ur áttu. Árdegi er í gjaldþrota­skipt­um.

Lag­er versl­an­anna keyptu fé­lög­in af Lands­banka, seg­ir Hrefna Ösp Sig­finns­dótt­ir, fjár­fest­inga­stjóri Arev N1. Ekki á að opna Noa Noa-versl­an­irn­ar aft­ur. Hins veg­ar voru all­ir starfs­samn­ing­ar yf­ir­tekn­ir í viðskipt­un­um. Hrefna vildi ekki gefa upp kaup­verðið.

Magnús Pálmi Skúla­son er skipta­stjóri Nor­dex og seldi versl­an­irn­ar í lok nóv­em­ber. Hann gaf held­ur ekki upp kaup­verðið. Ragn­ar H. Hall lögmaður sat í stjórn Árdeg­is og er einnig í stjórn Arev sam­kvæmt heimasíðum fé­lag­anna.

Ein­stak­ling­ar firra sig ábyrgð

„Þessu er í sjálfu sér ein­falt að fram­fylgja þegar ein­stak­ling­ar eru hlut­haf­ar. Fé­lög geta hins veg­ar einnig verið stofn­end­ur og hlut­haf­ar í hluta­fé­lög­um og á síðasta ára­tug hef­ur það gerst æ al­geng­ara að ein­stak­ling­ar stofni fé­lög sem jafn­vel eiga í öðrum fé­lög­um sem eru hlut­haf­ar í hluta­fé­lög­um í at­vinnu­rekstri.“ Ýmis ráð séu þannig til þess að ein­stak­ling­ar sem jafn­vel eigi í raun mikið og stjórni miklu í fé­lög­um komi hvergi fram á papp­ír­un­um þegar til gjaldþrots kem­ur og geti í gegn­um ný fé­lög eign­ast rekst­ur­inn aft­ur með samn­ing­um við skipta­stjóra þrota­búa.

„Það lykt­ar vissu­lega hins veg­ar af spill­ingu ef viðskipta­lífið geng­ur að stór­um hluta út á ábyrgðarleysi sem lýs­ir sér í því að menn njóta ríku­lega þegar vel geng­ur en taka eng­an skell þegar harðnar á daln­um. Þetta er ekki að öllu leyti æski­legt efna­hags­um­hverfi og get­ur litið þannig út í aug­um al­menn­ings að allt lendi aft­ur í hönd­un­um á þeim sömu og fóru með fyr­ir­tæk­in á haus­inn.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK