Bandarísk hlutabréf hækka

Hlutabréf hækkuðu í verði í kauphöllinni á Wall Street í kvöld og er það rakið til þess að auknar líkur eru á að Bandaríkjaþing samþykki að verja 15 milljörðum dala til að aðstoða bandaríska bílaframleiðendur. 

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,8% og er 8761 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,17% og er  1565 stig. Gengi bréfa deCODE hækkaði um 0,9% og er 23 sent.

Leiðtogar demókrata á Bandaríkjaþingi sögðust í dag hafa náð samkomulagi í aðalatriðum við Hvíta húsið um björgunaráætlun fyrir bílaframleiðendur. Margir þingmenn repúblikana eru hins vegar sagðir tregir til að styðja áætlunina, einkum í öldungadeild þingsins þar sem meirihluti demókrata er naumur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK