Iceland að kaupa búðir af Woolworths

Breska verslunarkeðjan Iceland, sem að mestu er í eigu íslenskra félaga, ætlar að kaupa 50 af 813 verslunum verslunarkeðjunnar Woolworth, sem er í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Sun í dag.

Fyrr á þessu ári reyndi Malcolm Walker, forstjóri Iceland, að kaupa Woolworths en ekkert varð af því.

Að sögn breskra blaða vill kaupsýslumaðurinn Geoff Mulcahy, sem átti   Woolwoorths um tíma, koma að endurreisn fyrirtækisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK