KPMG óskar eftir lausn frá verkefni

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur óskað eftir því við skilanefnd Glitnis banka að vera leyst frá því verkefni, að rannsaka skilgreind atriði í aðdraganda þess að neyðarlögin voru sett um fjármálamarkaðinn. 

Í tilkynningu frá KPMG áréttar fyrirtækið yfirlýsingu sína frá því í gær að ekki sé um hagsmunaárekstra að ræða og að starfsfólk KPMG hafi unnið á faglegum forsendum og samkvæmt ströngustu kröfum KPMG International.

„Við teljum að við núverandi aðstæður verði ekki nauðsynlegur vinnufriður um störf okkar í þessu verkefni og hætta sé á að niðurstöður verði gerðar tortryggilegar. Við höfum óskað eftir því við skilanefnd Glitnis banka hf. að vera leyst frá verkefninu til þess að það verði hafið yfir alla gagnrýni," segir síðan í yfirlýsingunni.

Fram kemur m.a. komið í Morgunblaðinu, að Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG, er faðir Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Stoða, sem var kjölfestufjárfestir Glitnis.

Skilanefnd Glitnis valdi KPMG með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Árni Tómasson, formaður nefndarinnar, sagði í skriflegu svari til Morgunblaðsins í dag, að skilanefndin hafi ekki haft ástæðu til að efast um hæfni eða óhæfi KPMG.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK