Sæmilega mikil viðskipti voru með krónu og gengisvísitalan endaði í 199,45 sem þýðir að krónan hefur veikst um 3,09% í dag, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Kaupþings.
Evran kostar núna 152,22 kr. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði er mjög erfitt að spá fyrir frekari veikingu eða styrkingu næstu daga, markaðurinn sé það grunnur að það þurfi ekki mikið flæði í aðra hvora átt til þess að hreyfa hann mikið.