Staðfestir viðræður við Líbýumenn

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Luc Frieden, fjármálaráðherra Lúxemborgar, staðfesti á þingi landsins í dag að rætt hafi verið við fjárfestingarsjóð Líbýu um hugsanleg kaup á Kaupþingi í Lúxemborg.

Fram hefur komið að viðræður stæðu yfir við ákveðinn aðila um kaup á starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg stýrir þeim viðræðum en bankinn er í greiðslustöðvun.

Á þingfundi í dag var Frieden spurður hvort það væri rétt að viðræður stæðu yfir við fjárfestingarsjóð Líbýu. Frieden sagði, að rætt hefði verið við ýmsa hugsanlega kaupendur.

„Á síðustu dögum hefur einnig verið rætt við fjárfestingarsjóðinn, sem vísað var til í spurningunni," sagði hann.  Frieden bætti við, að ljúka yrði viðræðum vuð hugsanlega kaupendur fyrir lok ársins. 

Auk líbýska sjóðsins er fullyrt að rætt hafi verið við Keytrade Bank, dótturfélag franska bankans Credit Agricole, og þýska bankann Landesbank um kaup á hluta starfsemi Kaupþings í Lúxemborg, sem m.a. rak bankaútibú í Belgíu og Hollandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK