Alþjóðabankinn birti í morgun spá um þróun efnahagslíf heimsins á næsta ári. Reiknar bankinn nú með að hagvöxtur í heiminum öllum verði 0,9% og heildarmagn viðskipta muni dragast saman um 2,1% milli ára.
„Útlitið í efnahagsmálum heimsins hefur versnað til muna og alþjóðlegt samdráttarskeið verði víðtækara og dýpra en áður var talið," segir Alþjóðabankinn í yfirlýsingu.
Gert er ráð fyrir að hagkerfi þróunarríkja muni væntanlega stækka um 4,5% en hagkerfi þróaðra iðnríkja muni dragast saman um 0,1%.