Eignir og skuldir bankanna endurmetnar

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur gert samn­ing við óháðan, alþjóðleg­an matsaðila um gagn­gert end­ur­mat á eign­um og skuld­um nýju bank­anna. End­ur­mat­inu skal lokið í lok janú­ar 2009. FME hef­ur ráðið alþjóðlega fjár­mál­ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Oli­ver Wym­an til þess að hafa um­sjón með og ann­ast þetta end­ur­mat.

Aðferðunum, sem notaðar verða við matið, er ætlað að end­ur­spegla þau verðmæti sem til langs tíma litið fel­ast í eign­um nýju bank­anna, en ekki það verð sem fyr­ir þær feng­ist við þvingaða sölu við erfiðar markaðsaðstæður. Lán­ar­drottn­um bank­anna verður gef­inn kost­ur á að kynna sér áformaðar matsaðferðir og koma með ábend­ing­ar varðandi þær meðan þær eru enn á mót­un­arstigi. Aðferðirn­ar verða full­mótaðar í des­em­ber 2008.  FME hef­ur einnig samið við Oli­ver Wym­an um að gera sams­kon­ar mat á gömlu bönk­un­um. Til­gang­ur þessa mats er aðeins að setja viðmiðunarramma fyr­ir starf skila­nefnd­anna fyr­ir kröfu­hafa, að því er seg­ir á vef FME.

Rík­is­end­ur­skoðun mun ráða alþjóðleg end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki til þess að aðstoða stjórn­end­ur nýju bank­anna þriggja við gerð fjár­hags­reikn­inga fyr­ir þá í sam­ræmi við alþjóðlega reik­in­ings­skil­astaðla.

Nýtt hluta­fé vænt­an­lega 385 millj­arðar

„Þegar end­ur­skoðaðir stof­nefna­hags­reikn­ing­ar fyr­ir nýju bank­ana hafa verið staðfest­ir er rík­is­stjórn­in reiðubú­in til þess að leggja þeim til eigið fé þannig að eig­in­fjár­hlut­fall (CAD) þeirra verði a.m.k. 10%. Heild­ar­fjár­hæð nýs hluta­fjár handa nýju bönk­un­um þrem­ur er tal­in munu nema 385 millj­örðum króna á grund­velli stof­nefna­hags­reikn­inga sem ákveðnir voru til bráðabirgða við stofn­un þeirra. Hluta­féð verður reitt af hendi fyr­ir lok fe­brú­ar 2009 í formi markaðshæfra rík­is­skulda­bréfa sem gef­in eru út á markaðskjör­um," að því er seg­ir á vef FME.

Sjá nán­ar á vef FME

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK