Nýja Kaupþing eignast rúm 10% í Exista

mbl.is

Nýja Kaupþing hefur eignast  6.694.907.456 hluti í Exista, eða sem nemur 10,43% af heildarhlutafé Exista. Hlutanna var aflað á grundvelli fullnustugerðar. Fyrir viðskiptin átti félagið 287.001.781 hluti í Exista. Stjórnin tilkynnti fyrr í vikunni að hún hygðist verja hagsmuni bankans í Exista en hún var ekki sátt við að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hefðu eignast nánast allt hlutaféð í Exista.

Í tilkynningu sem stjórn Nýja Kaupþings sendi frá sér fyrr í vikunni kom fram að hún myndi ekki una sölu stjórnar Exista hf. á nýjum hlutum í félaginu til Kvakks ehf./BBR ehf., eignarhaldsfélags í eigu stjórnarformanns Exista og bróður hans. Stjórn bankans hafi undirbúið ferli sem miðaði að því að taka yfir stjórn Exista í því skyni að verja hagsmuni bankans. 
 
„Síðastliðinn sunnudag upplýsti Kaupþing stjórnarformann Exista um þessi áform bankans og óskaði jafnframt eftir að boðað yrði til hluthafafundar hjá félaginu. Þessari ósk var fylgt eftir formlega með bréfi frá Kaupþingi í morgun.
 
Stjórn Nýja Kaupþings gerir alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð stjórnar Exista og mun leita allra leiða til að fá þessum áformum hnekkt," sagði í yfirlýsingu frá stjórn Nýja Kaupþings. 

BBR ehf., sem er í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar, skráði sig í dag fyrir 50 milljörðum hluta í Exista. Bræðurnir urðu í kjölfarið yfirtökuskyldir. Fyrir viðskiptin í dag átti Bakkabraedur Holding B.V., annað félag í eigu Lýðs og Ágústs, 6,4 milljarða hluti. Eftir viðskiptin eiga félög tengd Lýð og Ágústi samtals 56,4 milljarða hluti í Exista sem nemur 87,8% af heildarhlutafé félagsins.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK