Nýja Kaupþing eignast rúm 10% í Exista

mbl.is

Nýja Kaupþing hef­ur eign­ast  6.694.907.456 hluti í Ex­ista, eða sem nem­ur 10,43% af heild­ar­hluta­fé Ex­ista. Hlut­anna var aflað á grund­velli fulln­ustu­gerðar. Fyr­ir viðskipt­in átti fé­lagið 287.001.781 hluti í Ex­ista. Stjórn­in til­kynnti fyrr í vik­unni að hún hygðist verja hags­muni bank­ans í Ex­ista en hún var ekki sátt við að bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir hefðu eign­ast nán­ast allt hluta­féð í Ex­ista.

Í til­kynn­ingu sem stjórn Nýja Kaupþings sendi frá sér fyrr í vik­unni kom fram að hún myndi ekki una sölu stjórn­ar Ex­ista hf. á nýj­um hlut­um í fé­lag­inu til Kvakks ehf./​BBR ehf., eign­ar­halds­fé­lags í eigu stjórn­ar­for­manns Ex­ista og bróður hans. Stjórn bank­ans hafi und­ir­búið ferli sem miðaði að því að taka yfir stjórn Ex­ista í því skyni að verja hags­muni bank­ans. 
 
„Síðastliðinn sunnu­dag upp­lýsti Kaupþing stjórn­ar­formann Ex­ista um þessi áform bank­ans og óskaði jafn­framt eft­ir að boðað yrði til hlut­hafa­fund­ar hjá fé­lag­inu. Þess­ari ósk var fylgt eft­ir form­lega með bréfi frá Kaupþingi í morg­un.
 
Stjórn Nýja Kaupþings ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þessi vinnu­brögð stjórn­ar Ex­ista og mun leita allra leiða til að fá þess­um áform­um hnekkt," sagði í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn Nýja Kaupþings. 

BBR ehf., sem er í eigu Lýðs Guðmunds­son­ar og Ágústs Guðmunds­son­ar, skráði sig í dag fyr­ir 50 millj­örðum hluta í Ex­ista. Bræðurn­ir urðu í kjöl­farið yf­ir­töku­skyld­ir. Fyr­ir viðskipt­in í dag átti Bakka­bra­ed­ur Hold­ing B.V., annað fé­lag í eigu Lýðs og Ágústs, 6,4 millj­arða hluti. Eft­ir viðskipt­in eiga fé­lög tengd Lýð og Ágústi sam­tals 56,4 millj­arða hluti í Ex­ista sem nem­ur 87,8% af heild­ar­hluta­fé fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK