Sterling-flétta FL Group og Fons

Fá mál sem varða viðskipti tengdra aðila hafa vakið jafnmikla athygli á síðustu mánuðum og endurtekin viðskipti FL Group og Fons með danska flugfélagið Sterling. Tugir þúsunda hafa séð myndbönd, sem birt hafa verið á vefsíðunni youtube.com, og þá hefur töluvert verið fjallað um málin í fjölmiðlum.

Margt hefur verið gagnrýnt í rekstri FL Group, en í þessari grein verður einungis fjallað um viðskiptin með Sterling, en ekki rekstrarkostnað FL Group, leigu á einkaþotum eða hundruð milljóna króna rannsóknarkostnað vegna hugsanlegrar yfirtöku á bresku leikjafyrirtæki.

Félögin sem í hlut áttu voru almenningshlutafélagið FL Group, sem í upphafi tímabilsins var undir stjórn Hannesar Smárasonar og fjárfestingarfélagið Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar auk annarra. Ólíkt Kaldbaks- og Vöruveltumálunum, sat því ekki sami einstaklingur beggja vegna borðsins. Hins vegar er óhætt að kalla þá Hannes og Pálma tengda aðila, enda hafa þeir um árabil átt í viðskiptum og hafa fjárfest í sömu fyrirtækjum. T.d. átti Fons lengi hlut í FL Group og um mitt þetta ár var eignarhlutur Fons kominn í rúm 12%. Þá sat Pálmi sjálfur í stjórn FL Group frá desember 2007 til júní 2008. Hafði hann áður setið í stjórn Flugleiða.

Ólíkt öðrum dæmum, sem farið hefur verið yfir í greinaflokki Morgunblaðsins er ekki auðvelt að slá tölu á tap FL Group á þessum viðskiptum. Fer það allt eftir því hvert kaupverð Fons var á hlut FL Group í NTH. Ljóst er hins vegar að FL Group greiddi 11 milljörðum króna meira fyrir Sterling í október 2005 en Fons greiddi fyrir félagið sjö mánuðum fyrr. Vissulega rann Maersk Air saman við Sterling í millitíðinni, en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að það félag hafi eitt og sér verið ellefu milljarða króna virði.

FL Group fékk sex milljarða greidda í reiðufé þegar Sterling var selt NTH í desember 2006. Þar sem FL Group var sjálft með 35% hlut í NTH er hins vegar ekki hægt að draga þá sex milljarða einfaldlega frá áðurnefndum ellefu milljörðum og fá þannig út tap hluthafa FL Group. Þar til upplýsingar um kaupverðið á NTH liggja fyrir er því ómögulegt að reikna út raunverulegt tap FL Group á viðskiptunum.

Í árslok 2005 voru fjórir lífeyrissjóðir meðal 20 stærstu hluthafa FL Group og áttu þeir samtals 2,84% í félaginu. Voru það Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK