Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingarferla

Stærstu lífeyrissjóðir landsins skoða nú starfs- og fjárfestingarferla sína undanfarin ár til að reyna að komast að því hvort sjóðirnir hafi haft nægilegt eftirlit með stjórnendum félaga, sem sjóðirnir fjárfestu í. Lífeyrissjóðirnir áttu stóra hluti í helstu almenningshlutafélögum hér á landi.

Segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að ekki sé hægt að fullyrða að sjóðirnir hafi sofið á verðinum varðandi viðskipti tengdra aðila í almenningshlutafélögum. „Tilgangur þessarar vinnu er að komast að því hvort eitthvað hefði mátt betur fara og hvort viðbrögð lífeyrissjóðanna hefðu átt að vera önnur en þau voru.“

Haukur segir vinnuna ekki þess eðlis að verið sé að velta fyrir sér hugsanlegum málaferlum. „Eins og staðan er núna einbeitum við okkur að því að fara yfir verkferla sjóðanna og fjárfestingarstefnu, en í framhaldi útilokum við ekki að farið verði yfir einstök mál.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK