Verð á hráolíu hækkaði í Asíu í morgun þar sem flestir gera ráð fyrir því að OPEC ríkin sammælist um að draga úr olíuframleiðslu á fundi sínum í Alsír þann 17. desember. Eins höfðu fréttir af björgun bandaríska bílaiðnaðarins sitt að segja. Verð á hráolíu til afhendingar í janúar hækkaði um 1,07 dali tunnan og er 47,35 dalir. Á föstudag var lokaverð hráolíu 46,28 dalir á NYMEX markaðnum í New York.
Í Lundúnum hefur tunnan af Brent Norðursjávarolíu hækkað um 76 sent tunnan í morgun og er 47,17 dalir.