Írskir fá endurfjármögnun

Evrur.
Evrur. Reuters

Írsk stjórnvöld ætla að leggja um 10 milljarða evra til að endurfjármagna alla banka landsins sem skráðir eru á markað.

Samkvæmt BBC er um fimm banka að ræða: AIB, Anglo-Irish, Irish Nationwide, Irish Life & Permanent og Bank of Ireland.

Áður en að bankarnir fá endurfjármögnun frá ríkinu þarf hins vegar að liggja fyrir niðurstaða nýs hlutafjársútboðs í þeim. Ef nýjir einkaaðilar vilja ekki koma að þeim mun ríkið grípa inn í.

Hlutabréf í Bank of Ireland og AIB hafa fallið um 92 prósent og 88 prósent það sem af er árinu 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK