Írsk stjórnvöld ætla að leggja um 10 milljarða evra til að endurfjármagna alla banka landsins sem skráðir eru á markað.
Samkvæmt BBC er um fimm banka að ræða: AIB, Anglo-Irish, Irish Nationwide, Irish Life & Permanent og Bank of Ireland.
Áður en að bankarnir fá endurfjármögnun frá ríkinu þarf hins vegar að liggja fyrir niðurstaða nýs hlutafjársútboðs í þeim. Ef nýjir einkaaðilar vilja ekki koma að þeim mun ríkið grípa inn í.
Hlutabréf í Bank of Ireland og AIB hafa fallið um 92 prósent og 88 prósent það sem af er árinu 2008.