Urðu fyrir barðinu á Madoff

Bernard Madoff.
Bernard Madoff. AP

Tveir stórir evrópskir bankar hafa tilkynnt um að sjóðir þeirra hafi fjárfest fyrir fleiri milljarða Bandaríkjadala í fyrirtækjum sem Bernard Madoff, fyrrverandi stjórnarformaður Nasdaq hlutabréfamarkaðarins í New York, átti.  Madoff var handtekinn í síðustu viku fyrir verðbréfasvik, sakaður um að reka leynilegt fjárfestingafyrirtæki sem hefði tapað um 50 milljörðum dala.

Sjóður á vegum stærsta banka Spánar, Santander, fjárfesti til að mynda fyrir 3,1 milljarð Bandaríkjadala í fyrirtæki Madoff. Forsvarsmenn franska bankans BNP Paribas telja að tap þeirra nemi ríflega 460 milljónum Bandaríkjadala.

Ráðgjafafyrirtæki Madoff á sviði fjárfestinga virðist hafa verið ein allsherjar svikamylla eða „Ponzi-scheme“ og svipar til píramídasvindls. 

Madoff hélt hinu leynilega ráðgjafafyrirtæki aðskildu frá verðbréfafyrirtækinu sjálfu, var þar með 11 til 25 aðila í viðskiptum og alls um 17 milljarða dala í fjárstýringu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK