Verðbólgumarkmið mun nást 2010

Verðbólgan er við það að ná hámarki að mati Greiningar …
Verðbólgan er við það að ná hámarki að mati Greiningar Glitnis. Friðrik Tryggvason

Ársverðbólga verður 17,8 prósent, verðbólgumarkmið Seðlabankans munu nást árið 2010, stýrivextir haldast óbreyttir fram í mars á næsta ári og gjaldeyrishöft verða ekki afnumin fyrr en trúverðugleiki krónunar hefur aukist nægjanlega mikið. Þetta kemur fram í nýrri spá frá Greiningu Glitnis.

Í spánni segir að vísitala neysluverðs muni hækka um 1,2 prósent í desember og við það muni ársverðbólgan aukast í 17,8 prósent. Verðbólgan er við það að ná hámarki um þessar mundir og mun hæst fara í um 18 prósent að mati Glitnis á fyrstu mánuðum ársins 2009. Hún fari síðan hríðlækkandi og verði ríflega fjögur prósent í árslok 2009 og verði „í grennd við 2,5 prósenta markmið Seðlabankans árið 2010."

Stýrivextir lækka hratt

Í nýrri spá Greiningu Glitnis um stýrivexti og gengi krónunar segir síðan að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði komnir niður í sjö prósent í lok næsta árs og að bankinn muni síðan lækka vexti sína enn meira á árinu 2010. Stýrivextir verði hins vegar óbreyttir, átján prósent, fram í mars á næsta ári.

Styrking krónunar, vaxandi slaki á vinnumarkaði, lækkandi húsnæðis- og hrávöruverð ásamt öðrum erlendum verðbólguþrýstingu mun skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að hefja vaxtalækkunarferil.

Dollarinn í 85 krónur

Gangi spá Glitnis eftir mun evran kosta um 120 krónur í lok árs 2009 og dollarinn um 85 krónur. Greining Glitnis reiknar með því að stöðuleiki muni nást á gjaldeyrismarkaði á næstunni og segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn haf sagst ekki mæla með því að gjaldeyrishöftin sem eru í gildi á Íslandi verði afnuminn fyrr en sá stöðugleiki næst. Þeim verði aflétt um leið og trúverðugleiki næst á gjaldeyrismarkaði og verða „horfinn að fullu áður en að tveggja ára samstarfsverkefni sjóðsins og íslenskra stjórnvalda á sviði efnahagsmála er á enda."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK