Vill sækja um aðild að ESB

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs.
Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs. Árvakur/Golli

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands vill að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta kemur fram í ályktun stjórnar ráðsins sem samþykkt var í liðinni viku. Í ályktuninni kemur fram að Viðskiptaráð telji raunverulega efnahagslega kosti fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu og ESB. Stjórn ráðsins mælist því til þess að samningsmarkmið Íslands verði skilgreind þegar í stað og sótt verði um aðild í kjölfarið.

Ályktunin í heild sinni er eftirfarandi:

Ályktun stjórnar Viðskiptaráðs Íslands um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar er mikilvægt að opin umræða um lausnir á efnahagsvandanum eigi sér stað og að þar verði tilteknir valkostir ekki útilokaðir. Í þessu sambandi verður ekki hjá því litið að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu (ESB). Þeir kostir verða ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn. Því mælist stjórn Viðskiptaráðs Íslands til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið. Þannig verði kostir aðildar kannaðir um leið og sérstökum íslenskum hagsmunum, einkum þeim sem lúta að nýtingu og stjórnun auðlinda, verður skilyrðislaust haldið til haga. Stjórn Viðskiptaráðs Íslands tekur afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK