Vill samráð um að draga úr olíuframleiðslu

Abdalla Salem El-Badr, framkvæmdastjóri OPEC samtakanna, við komuna til Oran …
Abdalla Salem El-Badr, framkvæmdastjóri OPEC samtakanna, við komuna til Oran í Alsír í morgun Reuters

Verð á hrá­ol­íu hækkaði um rúma tvo dali tunn­an í morg­un eft­ir að Abdalla Salem El-Badr, fram­kvæmda­stjóri OPEC sam­tak­anna, kallaði eft­ir víðtæku sam­ráði meðal olíu­fram­leiðslu­ríkj­anna um að draga úr fram­leiðslu. Aðspurður seg­ist hann ætlað að leggja til að OPEC rík­in sam­mæl­ist um að draga úr fram­leiðslu á fundi sam­tak­anna í Als­ír á miðviku­dag.

Strax eft­ir að um­mæli hans birt­ust í fjöl­miðlum í dag hækkaði verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í janú­ar um 2,56 dali tunn­an í 48,84 dali í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í New York.

Í Lund­ún­um hækkaði tunn­an á Brent Norður­sjávar­ol­íu um 2,33 dali í 48,74 dali. 

El-Badri seg­ir að of­fram­boð sé af hrá­ol­íu í heim­in­um í dag og birgðasöfn­un mik­il. Þess­ar olíu­birgðir þurfi að setja á markað og ástandið því erfitt. Því geti OPEC rík­in ekki skor­ast und­an því að taka ákvörðun um að minnka fram­leiðslu um­tals­vert. Alls eru um 40% af allri hrá­ol­íu fram­leidd­ar í ríkj­um OPEC ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka