Ekki viss um samskipti

Geir Haarde forsætisráðherra Íslands.
Geir Haarde forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Ómar óskarsson

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra seg­ist ekki viss um hvaða sam­skipti hafi átt sér stað milli ís­lenska Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) og þess breska (FSA) eft­ir að ís­lenski seðlabank­inn veitti Kaupþing þrauta­varn­ar­lán í aðdrag­anda falls bank­ans. Í viðtali við BBC er Geir spurður um hvort að bresk stjórn­völd hafi vitað af lán­inu þegar þau gripu til aðgerða gegn Sin­ger & Friedland­er (S&F), dótt­ur­fé­lagi Kaupþings, sem leiddi að end­ingu til þess að S&F féll. Hrun Kaupþings er rakið til þess þrots.

Í viðtal­inu ræðir Geir einnig um mögu­lega lög­sókn Íslend­inga á hend­ur Bret­um vegna falls Kaupþings. Þar seg­ir hann að ís­lensk stjórn­völd séu að láta at­huga hvort aðgerðir breskra fjár­mála­yf­ir­valda hafi leitt til þess að S&F fór í þrot. Sam­kvæmt frétt BBC um málið gæti breska ríkið þurft að greiða nokkra millj­arða punda í skaðabæt­ur til ís­lenskra stjórn­valda og kröfu­hafa gamla Kaupþings ef þau myndu tapa mál­sókn vegna aðgerða sinna í garð S&F.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK