Grunur um ólögleg verðbréfaviðskipti

Kauphöllin
Kauphöllin mbl.is/Kristinn

Fyrrverandi starfsmaður FL Group og fyrrverandi miðlari hjá Landsbankanum hafa verið kærðir til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir markaðsmisnotkun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa gert hærri tilboð í bréf fjögurra norrænna félaga sem FL Group keypti hlut í á árinu 2006 til þess að reyna að þrýsta verði á bréfunum upp.

Athæfi mannanna er talið brjóta gegn lögum um verðbréfaviðskipti og geta þeir átt yfir höfði sér sektargreiðslur eða allt að sex ára fangelsi.

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur haft málið til rannsóknar í á annað ár og kæran barst þaðan til efnahagsbrotadeildarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK