Chrysler lokar verksmiðjum í mánuð

Chrysler ætlar að loka verksmiðjum sínum í mánuð.
Chrysler ætlar að loka verksmiðjum sínum í mánuð. AP

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler mun loka öllum verksmiðjum sínum í mánuð frá og með föstudegi. Segir fyrirtækið, að þetta sé gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum og til að verja lausafjárstöðuna. 

Chrysler segir, að lítið framboð af lánsfé geri það að verkum að neytendur haldi að sér höndum við bílakaup. Þá stefni allt í lausafjárskort hjá fyrirtækinu og það muni eiga í erfiðleikum með að standa í skilum í upphafi næsta árs.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK