Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Fjöl­marg­ir seðlabank­ar hafa und­an­farið lækkað stýri­vexti sína, þar á meðal sá banda­ríski sem lækkaði stýri­vexti í 0-0,25% í gær. Þessi þróun hef­ur orðið til að auka veru­lega vaxtamun milli Íslands og helstu myntsvæða og eru stýri­vext­ir vænt­an­lega hvergi jafn háir og á Íslandi en þeir eru 18%.

Af helstu myntsvæðum eru stýri­vext­ir nú hæst­ir á evru­svæði, 2,5%, stýri­vext­ir í Bretlandi eru nú 2% en í Sviss, Jap­an og Banda­ríkj­un­um eru stýri­vext­ir nú inn­an við 1%. Er bú­ist við frek­ari lækk­un vaxta á evru­svæði og í Bretlandi, að því er seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Glitn­is.

„Hér á landi eru hins veg­ar stýri­vext­ir ein­ir þeir hæstu á byggðu bóli eft­ir hækk­un þeirra í 18%. Má segja að það skjóti býsna skökku við að það land meðal þróaðra ríkja sem lík­lega mun ganga í gegn­um krapp­ast­an sam­drátt á kom­andi miss­er­um búi við lang­hæstu stýri­vext­ina.

Hins veg­ar má gera ráð fyr­ir að þessi gíf­ur­legi vaxtamun­ur slái á löng­un fjár­festa til þess að færa eign­ir sín­ar úr krón­um þegar gjald­eyr­is­höft­um verður aflétt. Sem dæmi um þetta má nefna að þeir sem kjósa að geyma fjár­muni á inn­lend­um gjald­eyr­is­reikn­ing­um fá afar lága ávöxt­un fyr­ir vikið á meðan skamm­tíma­reikn­ing­ar í krón­um og inn­lend rík­is­tryggð skamm­tíma­skulda­bréf gefa allt að 1,4% ávöxt­un á mánuði í aðra hönd.

Með öðrum orðum er skamm­tíma­ávöxt­un fjár­magns í krón­um meiri í mánuði hverj­um held­ur en bú­ast má við að fá­ist næsta árið í sum­um helstu mynt­um. Þarf því mikla svart­sýni á þróun krónu til þess að kjósa að halda fjár­mun­um sín­um í öðrum mynt­um þessa dag­ana," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK