Madoff í stofufangelsi

Bernard Madoff á leið í íbúð sína í New York …
Bernard Madoff á leið í íbúð sína í New York í gær. Reuters

Bernard Madoff, einn af virtustu fjármálamönnum New York, var úrskurðaður í stofufangelsi í dag vegna rannsóknar á svikamáli hans. Madoff var skipað að bera rafrænt ökklaband til að hægt yrði að fylgjast með ferðum hans.

Madoff var settur í útgöngubann og konu hans var gert að afhenda vegabréf sitt, auk þess sem hún þarf að veðsetja fasteignir sínar í New York og Flórída. Madoff hefur þegar afhent vegabréf sitt og sett íbúð sína í New York að veði vegna úrskurðar um að hann verði leystur úr haldi gegn tíu milljóna dollara tryggingu. Íbúðin er metin á 7 milljónir dollara, sem svarar rúmum 800 milljónum króna.

Madoff er sjötugur og var eitt sinn yfirmaður Nasdaq-kauphallarinnar í New York. Hann hefur orðið uppvís að því að svíkja minnst 50 milljarða dollara út úr viðskiptavinum sínum á síðustu árum, meðal annars mjög öflugum bönkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK