Olíuverð ekki lægra í 4½ ár

00:00
00:00

Verð á hrá­ol­íu fór niður í rúma 40 dali tunn­an á markaði í New York nú síðdeg­is og hef­ur ekki verið lægra í fjög­ur og hálft ár. Verðið lækkaði eft­ir að nýj­ar töl­ur birt­ust um birgðastöðu eldsneyt­is í Banda­ríkj­un­um. Leiðtog­ar OPEC-ríkj­anna samþykktu í dag að skerða fram­leiðslu um 2,2 millj­ón­ir tunna á dag.

Al­mennt hafði verið bú­ist við þess­ari ákvörðun OPEC og segja sér­fræðing­ar, að markaður­inn hafi þegar mið af henni í verðlagn­ingu.  Nú virðist hins veg­ar vera að safn­ast upp um­frambirgðir af olíu í Banda­ríkj­un­um þar sem það dragi úr eft­ir­spurn á öll­um sviðum at­vinnu­lífs­ins.

Dan Flynn, miðlari hjá Al­aron Tra­ding í Chicago, seg­ir við vef­inn mar­ketwatch að hann bú­ist við því að olíu­verð verði 30-35 dal­ir tunn­an á næstu vik­um.

Nýj­ar töl­ur sem birt­ust í dag sýndu, að hrá­olíu­birgðir í Banda­ríkj­un­um juk­ust um 500 þúsund tunn­ur á síðustu viku en sér­fræðing­ar höfðu spáð 900 þúsund tunna sam­drætti. Þá juk­ust bens­ín­birgðir um 1,3 millj­ón­ir tunna. 

Miðlarar í olíuviðskiptadeild hrávörumarkaðarins í New York.
Miðlar­ar í olíu­viðskipta­deild hrávörumarkaðar­ins í New York. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK