Olíuverð ekki lægra í 4½ ár

Verð á hráolíu fór niður í rúma 40 dali tunnan á markaði í New York nú síðdegis og hefur ekki verið lægra í fjögur og hálft ár. Verðið lækkaði eftir að nýjar tölur birtust um birgðastöðu eldsneytis í Bandaríkjunum. Leiðtogar OPEC-ríkjanna samþykktu í dag að skerða framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag.

Almennt hafði verið búist við þessari ákvörðun OPEC og segja sérfræðingar, að markaðurinn hafi þegar mið af henni í verðlagningu.  Nú virðist hins vegar vera að safnast upp umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum þar sem það dragi úr eftirspurn á öllum sviðum atvinnulífsins.

Dan Flynn, miðlari hjá Alaron Trading í Chicago, segir við vefinn marketwatch að hann búist við því að olíuverð verði 30-35 dalir tunnan á næstu vikum.

Nýjar tölur sem birtust í dag sýndu, að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust um 500 þúsund tunnur á síðustu viku en sérfræðingar höfðu spáð 900 þúsund tunna samdrætti. Þá jukust bensínbirgðir um 1,3 milljónir tunna. 

Miðlarar í olíuviðskiptadeild hrávörumarkaðarins í New York.
Miðlarar í olíuviðskiptadeild hrávörumarkaðarins í New York. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK