Bankastjórn Seðlabanka Tékklands ákvað á fundi sínum í morgun að lækka stýrivexti sína um 0,5 prósentur í 2,25%. Er lækkunin í takt við væntingar sérfræðinga en fjölmargir seðlabankar hafa lækkað stýrivexti undanfarið vegna þeirra efnahagslægðar sem nú ríkir.