Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) hefur, fyrst erlendra tryggingafélaga, verið veitt starfsleyfi í Færeyjum. TM mun fyrst um sinn einbeita sér að sjótryggingum, enda fiskveiðar stór hluti færeysks atvinnulífs, að því er segir í fréttatilkynningu. Er starfsemi því tengd þegar hafin í Færeyjum.
Síðar meir er ætlunin að bjóða allar almennar skaðatryggingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Á færeyskum tryggingamarkaði í dag eru tvö færeysk félög.