Woolworths lokað í janúar

Retuers

Öllum verslunum bresku verslunarkeðjunnar Woolworths verður lokað í lok desember og byrjun janúar. Þetta kom fram á fundi endurskoðunarfélagsins Deloitte, sem hefur verið skipað skiptaráðandi verslunar- og dreifingarfélaga Woolworths. 27 þúsund manns starfa hjá Woolworths í Bretlandi.

Werslunarfélag Woolworths og Entertainment UK, sem sér um að dreifa geisladiskum og bókum í verslanirnar, fengu greiðslustöðvun í nóvember. Hefur Deloitte síðan reynt að finna kaupanda að rekstrinum og yfir 800 verslunum Woolworths. Í síðustu viku tilkynnti endurskoðunarfyrirtækið að þetta hefði ekki tekist og var ákveðið í kjölfarið að hefja útsölu á vörulager verslananna. 

Gert er ráð fyrir að um 200 verslunum verði lokað 27. desember og 200 til viðbótar 30. desember, 200 verður lokað 2. janúar og afganginum 5. janúar. Flestum hinna 22 þúsund fastráðnu starfsmanna og 5000 lausamanna verður sagt upp störfum.

Aðrar verslunarkeðjur, þar á meðal Iceland, hafa sýnt áhuga á að kaupa einhverjar af verslunum Woolworths.

Baugur á um 10% í móðurfélagi Woolworths.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK