Milljarðahagnaður á viðskiptum með Icelandair

Finnur Ingólfsson.
Finnur Ingólfsson. mbl.is/Golli

FS7, félag í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, hagnaðist umtalsvert á viðskiptum með bréf í Icelandair árin 2006-2007.

Langflug, félag í eigu Samvinnutrygginga, hafði keypti í október 2006 32% í Icelandair af FL Group á genginu 27 og greiddi því fyrir hlutinn rúma 8,6 milljarða króna. FS7 keypti svo fjórðungshlut í Langflugi á einn milljarð í desember 2006.

Hefði Finnur keypt 8% í Icelandair á genginu 27 hefði hann þurft að greiða fyrir bréfin 2,13 milljarða króna. Í ágúst 2007 skipti Finnur á bréfum í Langflugi og bréfum í Icelandair og fékk því áðurnefnd 8% í sínar hendur. Þessi bréf seldi hann á genginu 32, eða fyrir um 2,5 milljarða króna.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK