Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér

Fortis bankinn í Brussel.
Fortis bankinn í Brussel. YVES HERMAN

Dóms­málaráðherra Belg­íu, Jo Vand­eurzen, hef­ur sagt af sér vegna ásak­ana í belg­ísk­um fjöl­miðlum um að rík­is­stjórn­in hefði beitt þrýst­ingi inn­an dóms­kerf­is­ins í tengsl­um við mál­efni Fort­is bank­ans.

Yf­ir­völd í Belg­íu, Hollandi og Lúx­em­borg náðu sam­komu­lagi um kaup á 49% hlut í Fort­is-bank­an­um í byrj­un októ­ber­mánaðar, en bank­inn var meðal stærstu fyr­ir­tækja heims. Ákvæðu rík­is­stjórn­ir land­anna þriggja að leggja til 11,2 millj­arða evra í bank­ann. Fort­is lenti í vanda sem meðal ann­ars var rak­inn til hinna svo­kölluðu und­ir­máls­lána í Banda­ríkj­un­um.

Í frétt AP-frétta­stof­unn­ar seg­ir að belg­ísk­ur dóm­ari hafi greint frá því að það væru sterk­ar vís­bend­ing­ar um það, að skrif­stofa for­sæt­is­ráðherra belg­íu, Yves Leterme, hafi reynt að hafa áhrif á dóm­ar­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK