Markaðsvirði íslensks hlutabréfamarkaðar hríðfellur

Ásdís Ásgeirsdóttir

Undir lok september í ár var markaðsvirði hlutabréfamarkaðarins á Íslandi um 120% af vergri landsframleiðslu. Síðan hefur þessi tala lækkað niður í tæplega 20%. Þetta kemur fram í yfirliti frá Kauphöll Íslands.

Um leið og Glitnir var tekinn yfir í október, stöðvaði Fjármálaeftirlitið viðskipti með alla fjármálagerninga íslenskra fjármálastofnana á markaðnum. Þegar hinir tveir bankarnir fóru í kjölfar Glitnis, ákvað NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) að stöðva tímabundið viðskipti með hlutabréf allra annarra skráðra félaga vegna þess óvissuástands sem skapast hafði á markaðnum. Þegar þetta er skrifað hefur Fjármálaeftirlitið heimilað viðskipti á ný með sum fjármálafyrirtæki.

„Fjármálakreppa sú sem hefur farið mikinn um allan heim fer óvægum höndum um Ísland. Stundum hefur verið sagt að Ísland hafi verið fyrsta fórnarlamb þessarar krísu, þar sem þrír af stærstu bönkum landsins féllu á skömmum tíma – og ástæður aðdraganda þeirra atburða eru margar nefndar. Ísland stendur eftir með það erfiða verkefni að endurbyggja efnahagslíf sitt, ímynd og trúverðugleika í viðskiptum um Evrópu og heim allan. Ímynd hins íslenska viðskiptamanns var sveipuð djörfung og krafti, árangurssækni og velgengni. Íslenski markaðurinn var álitinn einn af öflugustu og skilvirkustu mörkuðum í heimi," að því er segir í yfirliti Kauphallar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK