Segir sveiflur í olíuverði vera vandamál

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði á orkumálaráðstefnu orku og olíumálaráðherra 27 helstu olíuframleiðsluríkja og ríkja sem nota mikla olíu, í London í dag, að miklar sveiflur í heimsmarkaðsverði á olíu hefðu slæm áhrif á efnahagslíf heimsins.

Fulltrúar OPEC-samtaka olíuútflutningsríkja sækja einnig ráðstefnuna, en samtökin ákváðu í fyrradag að draga úr olíuframleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag, frá og með næstu áramótum, í þeim tilgangi að freista þess að koma í vef fyrir frekari lækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu. Verðið hefur lækkað úr liðlega 140 dollurum á tunnuna í júlímánuði síðastliðnum niður undir 40 dollara, mest vegna minni eftirspurnar í heiminum, sem rakin er til efnahagskreppunnar.

Sagði Brown að vegna mikilla sveiflna á olíuverði sé hætta á því að draga muni verulega úr nýjum fjárfestingum í olíuiðnaði og einnig í mögulegum nýjum orkugjöfum. Það hefði slæm áhrif á efnahagslíf heimsins, þegar til lengdar lætur. Ali Naimi, olíumálaráðherra Sádí Aarabíu tók undir þessi orð Brown.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK