Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu

Sverrir Vilhelmsson

Rift­un er til skoðunar en eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in,“ seg­ir Finn­ur Svein­björns­son, banka­stjóri Nýja Kaupþings, um ákvörðun um niður­fell­ingu ábyrgða vegna lána sem lyk­il­starfs­menn gamla Kaupþings, sem marg­ir hverj­ir vinna hjá nýja bank­an­um, fengu til kaupa á hluta­bréf­um í bank­an­um.

Gerð voru drög að kauprétt­ar­kerfi bank­ans árið 2003 og voru þau lögð fyr­ir Fjár­mála­eft­ir­litið sem gerði eng­ar at­huga­semd­ir. Í drög­un­um var ekki gert ráð fyr­ir að starfs­menn myndu bera áhættu ef bréf bank­ans lækkuðu. Á aðal­fundi Kaupþings 2004 var samþykkt að stefna að því starfs­menn eignuðust allt að 9% hluta­fjár í bank­an­um. Í samþykkt­inni var jafn­framt áréttað að starfs­menn bæru ekki per­sónu­lega ábyrgð ef illa færi.

Stjórn Kaupþings samþykkti því haustið 2005 að draga úr per­sónu­legri áhættu starfs­manna af lán­tök­um vegna hluta­bréfa­kaup­anna. Lána­samn­ing­ar voru út­bún­ir þannig að starfs­menn bæru ábyrgð á 10% af láns­upp­hæðum og jafn­framt var gengið frá lán­un­um þannig að bréf­in yrðu seld í tæka tíð áður en á ábyrgð reyndi. Í byrj­un þessa árs lá fyr­ir að þetta kerfi væri nokkuð gallað, því starfs­menn myndu hlaupa fyrst­ir frá bank­an­um og selja bréf­in sín ef þau tækju að lækka í verði. Ef lyk­il­starfs­menn hefðu hafið stór­fellda sölu á bréf­un­um hefði það haft í för með sér mikið tjón fyr­ir bank­ann á þeim tíma. Því voru per­sónu­leg­ar ábyrgðir felld­ar niður af stjórn Kaupþings hinn 25. sept­em­ber sl. 

Eft­ir hrun bank­ans lagði hóp­ur stjórn­enda til að lán starfs­manna yrðu inn­heimt í sam­ræmi við al­menn­ar regl­ur og fallið yrði frá niður­fell­ingu ábyrgðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK